HVERNIG Á AÐ STOFNA AÐGANG:


Smelltu á hnappinn til að óska eftir notendaaðgangi. Eftir að þú hefur fyllt út rafræna umsóknarformið mun LHÍ stofna aðgang fyrir þig. Þú færð innskráningarupplýsingar sendar í tölvupósti (innan 48 klukkustunda).
ATHUGA: Skiptu um lykilorð við fyrstu innskráningu af öryggisástæðum.

Eftir að þú hefur skráð þig inn á RC aðganginn þinn skaltu smella á my profile og velja edit profile til að skrá eða uppfæra persónuupplýsingar þínar.

 



BÚÐU TIL ÚTSETNINGU (e. EXPOSITION):


Smelltu á CREATE EXPOSITION neðst á prófílsíðunni til að búa til nýja rannsóknarútsetningu. Þá opnast form þar sem þú velur ritil:

  • Text-based editor – fyrir textamiðaðar greinar í stíl bloggs með innfelldu myndefni

  • Graphical editor – sveigjanlegt snið líkt veggspjaldi sem hentar vel fyrir ólínulega framsetningu

  • Block editor – fyrir snið með föstum efnisblokkum

Þú þarft einnig að fylla út titil, höfundarrétt og úrdrátt.
ATH: Ekki hafa áhyggjur af úrdrættinum strax – þú getur breytt honum síðar.

Þegar allt er tilbúið, smelltu á SUBMIT til að vista útsetninguna.



Eftir að þú hefur smellt á SUBMIT opnast ritill útsetningarinnar (workspace editor). Þú getur alltaf farið aftur á prófílsíðuna þína með því að smella á  efst í hægra horni skjásins.

 

Helstu svæði vinnusvæðisins eru:

  • Flöturinn (Grid): Stór reitaður vinnuflötur í miðju skjásins

  • Verkfæri (Tools): Raða af táknum efst á skjánum

  • Yfirsýn á efni (Content Manager): Röð flipa sem samanstanda af:

    • Simple media & Works: Gagnasafn með skrám tengdum þínum aðgangi

    • Pages: Yfirlit yfir síðurnar í útsetningunni

    • Overview: Kort af núverandi uppsetningu og yfirlit yfir verkfæri

    • Footnotes: Listi yfir athugasemdir eða „popovers“ sem notaðar eru í útsetningunni

 

NOTKUN GAGNASAFNS (MEDIA REPOSITORY)

Smelltu á Media hægra megin við vinnusvæðið til að skoða skrár sem þú hefur áður hlaðið upp í gagnasafnið þitt.

Innan Media-flipans geturðu einnig skoðað það sem kallast works. Verk (works) í RC eru safn gagna og lýsigagna (metadata) sem saman geta myndað til dæmis listaverk eða rannsóknarniðurstöður. Öfugt við einfaldar skrár (simple media), er hægt að deila works milli mismunandi útsetninga og einnig birta þau sjálfstætt á prófílnum þínum.

Til að búa til work:

  1. Smelltu á flipann Work og síðan á + táknið.

  2. Fylltu út nauðsynleg lýsigögn: titiltegunddagsetninguhöfund og höfundarrétt (aðrir reitir eru valkvæðir).

  3. Smelltu á Submit.

  4. Því næst geturðu bætt við skrám undir MEDIA flipanum í sama glugga.

Til að nota gögn úr work í útsetningu:

  1. Farðu í gagnasafnið, veldu Works og opnaðu viðkomandi möppu með því að smella á + vinstra megin við titil verksins.

  2. Nú geturðu dregið skrár úr work yfir á vinnusvæðið og notað þær sem hluta af útsetningunni.

 

 

 

DEILA, BIRTA, SEND INN

Þegar þú hefur lokið við að vinna í útsetningunni þinni, smelltu á  ií valmyndinni og farðu aftur á prófílsíðuna þína. Útsetningin þín birtist þar undir “Research Expostions”.

 

Með því að smella á  hjá útsetningunni er hægt að:

  • change layout: breyta framsetningu útsetningarinnar á prófílsíðunni þinni

  • edit workspace: opna ritil útsetningarinnar (workspace editor)

  • edit details: breyta titli, úrdrætti og öðrum lýsigögnum útsetningarinnar. Hér geturðu einnig boðið öðrum RC-notendum að vinna með þér í gegnum COLLABORATION flipann.

  • share: deila vinnu í þróun með öðrum innan LHÍ gáttarinnar, innan RC eða utan í gegnum svokallaðan „magic“ hlekk.

  • self-publish: læsa útsetningunni og birta hana opinberlega. Þetta skapar DOI (Digital Object Identifier).
    ATHUGIÐ: Þegar búið er að birta útsetninguna með þessum hætti er ekki hægt að breyta henni. Hún verður varanleg tilvísun.

  • submit for publication: senda útsetninguna til birtingar í einum af tímaritum RC (gakktu úr skugga um að þú hafir kynnt þér innsendingarskilmála tímaritsins áður).

  • add to shortcut: búa til stuttan tengil á útsetninguna

  • connect to portal: tengja útsetningu við ákveðna vefgátt. Stjórnandi vefgáttar þarf að samþykkja beiðnina áður en tenging verður virk.

  • manage versions: vista og endurheimta útgáfur af útsetningunni. Þetta virkar líka fyrir útsetningar sem hafa verið birtar, svo mögulegt er að búa til nýja útgáfu.

  • export: flytja út útsetninguna sem zip-skrá með HTML-síðum (þetta getur tekið nokkurn tíma).

  • delete: eyða útsetningunni

 

 

HÖFUNDARÉTTUR

 

Höfundar geta valið mismunandi leyfi fyrir bæði útsetningar og efni í gagnasafni sínu. Leyfi hjálpa til við að skýra við hvaða aðstæður aðrir mega nota (eða endurnýta) efnið þitt.
Allur réttur áskilinn (all rights reserved) er strangasta leyfið: það krefst þess að aðrir fái leyfi frá þér til að nota efnið á nokkurn hátt.

Mörg kjósa að birta efni sitt undir opnari Creative Commons leyfum til að auðvelda öðrum að nýta og dreifa því áfram með skýrum skilmálum.

 

Research Catalogue býður upp á eftirfarandi leyfismöguleika:

 

Ef ekkert annað er valið, stillir RC sjálfkrafa leyfið á CC-BY-NC-ND.

 

ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR:

Creative Commons

RC Skilmálar



FANNSTU EKKI SVARIÐ? 

Skoðaðu ítarlegri leiðbeiningar

 


LEIÐBEININGAR OG UPPLÝSINGAR

FYRIR MEISTARANEMA

FLETTU NIÐUR

SAMSTARF (COLLABORATIONS)

Research Catalogue gerir þér kleift að vinna að útsetningu í samstarfi við aðra notendur. Þetta kallast samstarf (collaboration).

 Það eru þrjár tegundir samstarfsaðila:

 

  • Meðhöfundur (co-author): Aðilinn telst meðhöfundur rannsóknarinnar og birtist í höfundaskrá útsetningarinnar.
  • Framlag (contributor): Hefur sömu réttindi og meðhöfundur en birtist ekki sem slíkur. Dæmi um slíkan aðila gæti verið grafískur hönnuður sem aðstoðar við uppsetningu án þess að taka þátt í rannsókninni sjálfri.
  • Umsjónaraðili (supervisor): Getur skoðað útsetninguna og skilið eftir athugasemdir. Umsjónaraðili birtist einnig í lýsigögnum útsetningarinnar.


 

AÐ BÆTA VIÐ SAMSTARFSAÐILA

Höfundur útsetningar getur bætt við samstarfsaðilum í gegnum collaboration flipann í útsetningu:

  1. Smelltu á táknið við útsetninguna á prófílsíðunni þinni.
  2. Veldu edit details.
  3. Ef þú ert þegar í ritlinum (workspace editor) geturðu einnig smellt á titil útsetningarinnar efst til að fá upp stillingar.

Veldu flipann Collaboration, leitaðu að notanda sem þú vilt vinna með og smelltu á nafnið hans til að bæta honum við.

Nýir samstarfsaðilar birtast í lista fyrir neðan leitarsvæðið. Þegar þú hefur smellt á submit, fá þeir send skilaboð í RC pósthólfið sitt sem þeir geta samþykkt eða hafnað. Samþykki þeir boðið, fá þeir aðgang að útsetningunni og geta unnið með þér í ritlinum.

 

AÐ FJARLÆGJA SAMSTARFSAÐILA

Ef þú vilt fjarlægja samstarfsaðila, smelltu á “x” við hlið nafnsins í viðkomandi reit.
Ef þú fjarlægir umsjónaraðila, fær hann beiðni um að samþykkja brottvísunina.

Athugið: Ef nafn notanda birtist innan hornklofa ( [nafn] ) þýðir það að boðið hefur verið sent en ekki enn verið samþykkt.

 

SAMSKIPTI VIÐ SAMSTARFSAÐILA

Meðan unnið er að sameiginlegri útsetningu eru ýmsar leiðir til samskipta innan RC:

  • Note-verkfærið: Athugasemdir líkt og límmiði – hægt að draga beint inn á vinnusvæðið úr verkfærastikunni.
  • Send collaboration message: Sendu skilaboð beint til samstarfsaðila í gegnum flipann commands_.
  • Athugasemdir: Ef þú ert ekki samstarfsaðili geturðu samt skilið eftir athugasemdir með því að smella á Comments efst á útsetningarsíðunni.

 

Þú getur einnig deilt eða gefið út útsetningu og sent til samstarfsaðila án þess að bjóða í samstarf. Ef útsetning er aðeins deilt, heldur þú stjórn á efni hennar og getur breytt birtingarstillingum síðar.

 

 

FANNSTU EKKI SVARIÐ? 

Skoðaðu ítarlegri leiðbeiningar

FLETTU NIÐUR