What is the first question?
To start with, I wondered: What can I say?
What do people see when they look at me? White, middle class, 40 year old.
And I don't want to have kids, that's maybe my most "peculiar" decision out of the norm.
To start with, I wrote the following word vomit text (in Icelandic), just to get some ideas out:
Kona:
Ok. Hér er ég. Þetta er það sem við erum að vinna með. Hvít, millistéttar, cis kona. Fertug.
Alin upp á forréttindalandinu Íslandi.
Menntuð.
Heilbrigð. Ekki að glíma við neina ósýnilega, né sýnilega, fötlun.
Í ágætis formi, ekki láta bumbuna blekkja ykkur. Ég á svolítið erfitt með að losna við hana, þó ég hreyfi mig alveg ágætlega mikið. En svo finnst mér bara svo gaman að borða. Og fá mér í glas. Ekki samt það mikið að það sé vandamál, bara svona í matarboðum og í gallerí opnunum eða frumsýningarteitum.
Frekar sæt. Allavega hefur ekkert verið vandamál að komast á séns.
Gagnkynhneigð - jah, eða svona að mestu. Ég giska á að ég sé kannski svona 10-15% lesbísk, við erum náttúrulega öll á spectrum. En frekar mikið gagnkynhneigð. Og monogamous. Og vanilla. Mjög boring.
Gift, m.a.s. tvígift. Sama manninum samt. Fyrst vorum við með litla athöfn bara fyrir nánustu aðila, svo stórt partý ári seinna. Ég held það hafi verið svolítið trend í gegnum Covid árin.
Ég hef bara átt mjög auðvelt líf.
Basically frekar basic bitch.
Það rótttækasta sem ég geri er að lita reglulega á mér hárið í einhverjum æpandi lit, í veikri von um að vera hipp og kúl og líta út fyrir að vera yngri en fertug.
Auðvitað hef ég gengið í gegnum einhverja smá erfiðleika í lífinu, bara svona eins og allir. Það hefur alveg verið stress, og dauðsföll hjá nánum ættingjum, og ég held ég hafi verið mjög nálægt kulnun alveg tvisvar sinnum. En, ekkert eitthvað svakalegt. Ekki á þann máta að ég hafi einhverja brjálaða sögu að segja.
Og ég er alveg skemmtileg. Ég geri alveg skemmtilega hluti. Ég hef ferðast mjög mikið, og þá er ég ekki bara að tala um Tene, en ég hef reyndar farið tvisvar sinnum til Tene. Ég hef búið í Brasilíu, og ég lærði að kafa í Tælandi og hef gist inni í frumskógi í Amazon og farið í bakpokaferðalag ein í marga mánuði og m.a.s. keyrt Indland þvert og endilangt í tuk-tuk. Það ætti að vera skylda fyrir fólk að búa einhvers staðar erlendis, og vinna einhvern tímann þjónustustarf.
Svo hef ég farið á helling af alls konar hátíðum, og labbað upp á mörg fjöll, og fer á skíði og snjóbretti og lærði tangó í Buenos Aires og er alveg með slatta af skemmtilegum ferðasögum.
En, eru ekki allir með skemmtilegar ferðasögur? Á það ekki frekar heima í bók heldur en á sviði? Ég veit ekki alveg hversu skemmtilegt það væri að horfa á mig “leika” þegar ég var að múta lögreglumanni í Indlandi með selfie myndum svo ég fengi ekki stöðumælasekt. Ok, það væri kannski alveg gaman, en ég þyrfti að ráða bilað mikið af aukaleikurum.
En pælingin er semsagt þessi, hvað hef ég fram að færa? Hvaða sögu get ég sagt sem hefur eitthvað að segja við samfélagið? Er ég ekki bara frekar týpísk millistéttar íslensk kona?
Flokka ruslið mitt, reyni að nota minna af plasti. Á ekki bíl og drekk ekki kaffi. Það er líklega það sem fær mig til að standa út úr. Það er ótrúlegt hversu mikið af fólki gapir og starir á mig þegar ég segist ekki eiga bíl. Nánast jafn margir og þegar ég segi að ég drekki ekki kaffi.
“En hvað drekkurðu þá?! Te?”
“Nei, ég drekk eiginlega ekki te heldur. Jú stundum, aðallega því ég á breskan mann og hann býður mér te á hverjum degi - en ég fæ mér kannski tebolla ca 4 sinnum á ári þegar það er kalt úti eða ég finn í hálsinum að ég er að fá kvef.”
(Tekur andköf í sjokki).
Ég er kannski aðeins frjálslegri en sumar konur, mér finnst ekkert mál að bera mig að ofan og var búin að gera það í mörg ár áður en FreeTheNipple byrjaði - enda er svo skrítið að það hafi verið eitthvað mál allt í einu. Það var ekkert mál á hippatímabilinu, ég hef það bara frá mömmu að kippa mér ekki upp við berbrjósta konur. Svo varð þetta allt í einu eitthvað vandamál aftur in the 90’s. Vissuð þið að karlmenn þurftu að berjast fyrir því að fá að vera berir að ofan því það þótti svo ósæmilegt? Það var í New York fyrir ca 120 árum, það var sérstaklega heitur dagur og einhverjir verkamenn fóru úr að ofan og bara stóðu við það þótt almenningur mótmælti. Og núna er það ekkert mál, en það er samt ennþá eitthvað vesen ef konur fara úr að ofan!
Stórskrítið.
Svo hefur mér verið bent á að ég sé víst ofsalega nægjusöm. Ég bara vil ekki taka þátt í þessu endalausa lífsgæðakapphlaupi og efnishyggjunni og eyðsluseminni sem Íslendingar eru margir hverjir svo fastir í. Svo er ég heldur ekki fráskilin og með nokkur börn með nokkrum mönnum. Á reyndar engin börn. Hefur aldrei langað í börn. Tók meðvitaða ákvörðun um að eignast ekki börn.
“Meðvitaða”. Það hljómar eins og það sé eitthvað stórmál. Eins og ég hafi legið yfir þessari ákvörðun í margar vikur með lista yfir pros og cons. Þetta er samt ekkert stórmál, mig bara langar ekki í börn. Punktur.
Ég var að spá hvort það væri eitthvað sem gerði mig mest öðruvísi. Eitthvað sem ég gæti fjallað um. En svo held ég að það sé ekkert tabú lengur. Allavega hef ég ekkert orðið fyrir neinum þrýstingi að eignast börn, og oftast þegar ég segi fólki að ég vilji ekki börn þá segist það annað hvort skilja mig eða virða ákvörðunina. Auðvitað er ein og ein frænka sem segir eitthvað “aldrei segja aldrei” eða “þú gætir skipt um skoðun”, og ég hef alveg fengið eina eða tvær ræður frá samstarfsfélaga um að “börnin breyti lífi þínu og bla di bla di bla”. En ekkert að ráði. Ég hélt bara að heimurinn væri kominn á þann stað að fólk veit að það langar ekkert allar konur í börn, alveg eins og það langar ekkert alla menn að verða pabbar. En kannski lifi ég bara í einhverri búbblu?
Og, ég er alveg góð með börn sko. Ég hef unnið á leikskóla og í frístund og verið aðstoðarkennari í 5 og 6 ára bekk, og líka unnið með unglingum. Mér finnst unglingar reyndar skemmtilegir, það er hægt að eiga samræður við þá og rökræða hluti. En litlir krakkar, þeir eru basically psychopatar. Í alvöru! Krakkar læra sko ekki samkennd með öðrum fyrr en þeir eru svona 7 ára gamlir, svo fram að því eru þeir eiginlega bara siðblindir. Alveg mismikið eftir krökkum, og auðvitað eru sum börn meira næs en önnur. En við skulum ekkert vera að þykjast að öll börn séu eitthvað frábær, eða að öll börn séu sæt.
Ok, núna er ég búin að segja bannorðið. Fólk byrjað að ókyrrast.
(Sagt með Karen rödd): “Víst eru öll börn sæt!”
Ok, ég meina, ef þú meinar þetta á sama máta og að segja að allt fólk sé fallegt, á sinn máta, þá jájá. En ef við erum að tala um svona týpíska fegurðarstaðla, þá þurfa að vera til andstæður. Sætur-ljótur. Og, let’s face it, bara svona alveg hlutlaust, þá eru mannsbörn líklega minnst sætu afkvæmi jarðarinnar. Kettlingar? Geggjað sætir. Hvolpar? Sjúklega sætir. Nýfæddir gíraffar? OMG. Meira að segja nýfæddur Steinbítur er lítið krútt. En mannabörn? Eugh. Svo eru þau líka svo ósjálfbjarga! Önnur dýr í dýraríkinu hlaupa eða synda eða fljúga af stað oft samdægurs eftir að þau koma í heiminn, en það þarf að þjálfa mannsbörnin í marga mánuði áður en þau geta svo lítið sem sest á rassinn. Þau halda ekki einu sinni haus til að byrja með!
Svo var ég að hugsa, þetta er auðvitað minn raunveruleiki og mér finnst ofboðslega sjálfsagt að vilja ekki eignast börn - ég skiiiil bara ekki fólk sem að virkilega langar að verða foreldrar. En, þau skilja örugglega ekkert í mér að vilja þau ekki. Og hérna er ég svo sannarlega minnihlutahópur. Ég veit ekki nákvæma prósentu, en giska á að ca 90% Íslendinga vilji eignast börn. Svo, kannski ætti ég að útskýra þetta fyrir ykkur?
Í fyrsta lagi, þá er það ástæðan fyrir því að mig langar ekki að eignast börn:
Mig bara langar það ekki.
Það er ekkert flóknara en það. Þetta var ekki eitthvað debat um hvort að hamfarahlýnun hafi áhrif á líf barnsins eða erfðasjúkdómar sem ég vil ekki koma áfram. Ég bara, finn enga löngun, og hef aldrei fundið neina löngun, til að fjölga mér. Þegar fólk talar um að það “klingi í eggjastokkunum” þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað er verið að tala um. Kannski er það eitthvað svipað og að fá fiðrildi í magann þegar maður er skotinn í einhverjum?
Ég sagði þetta við einn fyrrverandi kærasta þegar ég var ca. 18 ára, að mig langaði aldrei til að eignast börn. Og hann sagði “aldrei segja aldrei, þú ert bara 18, margt getur breyst í lífinu”. Og hann var rosa klár og yfirvegaður og ég tók það alveg inn. Sagði, ég “held” ég vilji aldrei eignast börn. En það var samt svo skrítið, ég vissi alveg að ég myndi ekkert skipta um skoðun. Alveg eins og ég vissi alveg að ég væri gagnkynhneigð, (en fengi samt stundum girl crush). Eða að himinninn er blár. Ok slæmt dæmi, stundum er himininn bleikur eða svartur eða hvítur. En allavega, ég vissi það alveg - alveg jafn vel og fólk sem vill eignast börn. Getiði ímyndað ykkur ef ég væri lesbía og hefði sagt “mig langar aldrei að sofa hjá karlmanni” og fengi svarið “aldrei segja aldrei”? Reyndar, því miður, þá er ég viss um að lesbíur hafi fengið að heyra það, en það væri ógeðslega hrokafullt og óþolandi sjálfumglatt og smeðjulegt bró-mennsku svar.
En samfélagið er svo tjúnað inn á að það sé langeðlilegast að vilja börn, að ég mátti ekki segja það með fullri alvissu alla ævi, því ég “gæti skipt um skoðun”. Kannski núna fyrst, þegar ég er orðin fertug, og líkurnar að minnka að ég gæti eignast börn ef ég vildi, þá get ég sagt fólki að mig hafi aldrei langað í börn og það tekur því sem staðreynd. En svo hef ég reyndar líka alltaf sagt, að ef mig skyldi langa í barn, þá myndi ég vilja ættleiða það. Því það er nóg til af börnum í heiminum, og alls ekki öll sem fá tækifæri til að lifa hamingjuríku lífi.
En svo eru svo margar ástæður fyrir því að eignast ekki börn! Hvar á ég að byrja?
Í fyrsta lagi: ólétta. … (verður flökurt, mátt ekki drekka, mátt ekki borða alls konar, barnið er í melónustærð þegar það kemur loksins út, eins og að vera með geimveru inni í sér)
Fæðing: Rifnar, ömurlegt
Fæðingarþunglyndi - fengi það pottþétt.
Að því gefnu að barnið sé heilbrigt, það gæti auðvitað alls konar verið að, hvað ef það er leiðinlegt? Eða verður að axarmorðingja?
Svo er þetta dýrt.
Offjölgun í heiminum.
Skiptir ekki máli hversu oft ég fer í flug - Það besta sem maður getur gert fyrir heiminn er að eignast ekki barn. Takk Sir David Attenborough.
Ég var að ræða þetta við eina af bestu vinkonum mínum, sem er sjálf móðir, og hún vildi meina að ástæðan fyrir því að ég vildi ekki eignast barn væri af því að ég væri svo ábyrg. Og ég skildi hvað það fylgir því mikil ábyrgð að eignast barn og ala það upp. Sem væri í rauninni slæmt því ég myndi ala upp geggjaða krakka, en svo er hellingur af fólki sem áttar sig ekkert á ábyrgðinni en segir bara FOKKIT og eignast helling af börnum.
Verstu svörin sem ég hef heyrt frá fólki er samt að það sé svo sjálfselskt að eiga ekki börn.
-
Að vera sjálfselskur er kostur. Eingöngu fólk sem elskar sjálft sig ætti að eignast börn.
-
Mér virðist sem það sé meiri sjálfsupphafning í að eignast börn heldur en ekki, ég hef allavega heyrt frá mjög mörgum að það vilji eignast barn til að sjá hvort það líkist þeim sjálfum, eða til að halda nafninu þeirra á lofti eða halda áfram með ættarblóðið. Svolítið nasista aría legt.
Hverjar eru eiginlega ástæðurnar fyrir því að eignast barn?
I then wrote a scene in English, based on my first word vomit.
I was writing about labels and judgement, and googled some articles about it. I found a quote about judgement here that I included in the scene.
Judgement scene
We live in a judgemental society. A labelling society. You’ve all judged me now, whether you’re aware of it or not, and whether you like it or not.
It’s natural. It’s a survival instinct.
Actually, a split second judgement of someone is really you asking yourself two things:
Can I trust this person?
Should I respect this person?
So, what do you think?
If we just objectively put me in a box. You can see I’m white. You know I’m Icelandic. That automatically gives me some Western values. Likely middle class, either lower or upper. You know I’m an artist and I have some education.
What about my posture?
How old do I look?
How old do you think I want to look? Do I look my age? Am I trying to look younger, or am I trying to look older, or do I not give a fuck?
I present as a female, do you think I give off any queerness? Could I be lesbian, bi, pan-sexual, a-sexual or am I just plain old heterosexual? Am I cisgender? Which pronouns do I use?
How many people have I had sex with?
Do you want to fuck me?
You’re likely labelling me more and more as I go on.
Whatever box you put me in at the start, has it changed?
Do you trust me more, or less?
Do you respect me more or less?
I’m wearing comfortable shoes and comfortable clothes. Sneakers, black trousers, oversized fleece jumper. I clearly didn’t dress up for this event. Or maybe I never dress up and this is “my look”. What if I take my jumper off? Striped long-sleeve shirt. Does that make me look more stereotypical French? You probably think I don’t care much for fashion. Or I’m lazy.
Then again, the shoes might be dirty, but they’re Converse All Stars. And the trousers are Nike. Two brand names you’ve likely heard of. Perhaps the tops are also a brand name, perhaps not. Maybe I care about them being a brand, maybe it’s accidental.
Maybe you think I’m dressed just right for the occasion, black comfortable clothes in a black box. That is the signature outfit of the acting student.
Do I wear similar clothes outside of University? Do I slump on the sofa binging Netflix and takeaways in the evenings, or do I dress up and go to sophisticated restaurants and hip cocktail bars? Or a mixture of both?
Am I an extrovert or an introvert? The fact that I’m here on stage talking to you suggests extrovert, but is this the real me, or am I putting on a character to escape into?
My hair is pink, in a messy updo, and I have a side shave. I’ve got no make-up on. No fake eyelashes or manicured nails. But my eyebrows are dyed. I have a small necklace. Small earrings. A ring on each ring finger. A watch. All are the colour of silver. Do you put any labelling into my accessories? If I told you they are all cheap, does that affect your opinion of me? What if I told you they were all real silver? Or 24k white gold with real diamonds? Or that they were all gifts?
Do you like me?
Do you not like me?
Are you indifferent?
The rings on my fingers, could one of them be a wedding band? Or an engagement ring? Neither looks like a standard one, but maybe I’ve rebelled against society’s expectation of what a wedding band should look like. But then, I haven’t rebelled against society's expectation to get married.
Maybe my rebellion as a teenager consisted of getting a tattoo and a tongue piercing. Or a belly button piercing. Or a nipple piercing. Or a clit piercing. You can’t see much of my skin, would your opinion of me change if my body was covered in tattoos and piercings?
Maybe I’m just a basic bitch.
What is a basic bitch?
Do you trust basic bitches?
Do you respect basic bitches?
What if I told you I was a mother?
What if I told you I’m not a mother, and I never want to have any kids? Not because I can’t physically, not because I can’t provide for a child, not because I don’t want to bring a child into this world that’s going to shit, not because of overpopulation, not because I think I wouldn’t be a good mother - I would be a great mother - but simply because I don’t want to?
These tips come from this website. There are websites dedicated to tips on how to deal with the world when you’ve chosen not to have kids.
Isn’t that crazy? Teaching people how to deal with the “inevitable questions”, and suggesting your friends think you have lots of free time?
- Develop a mental library of lighthearted yet firm responses to the inevitable questions. A simple, “It’s just not part of my plan, but I’m so glad it’s yours!” can convey pride in your choice without inviting further debate.
- Avoid the “Babysitter Trap”: Some friends (hopefully jokingly) start hinting that you, with your “free time,” would make the perfect go-to babysitter. Laugh it off, stay firm, and remember, you’re a friend, not free childcare.
- Gently Remind Your Friend: “Hey, I’d love to catch up about life outside of parenting too!” A casual comment can go a long way in helping friends refocus on all the things you still share.
I went down a bit of a rabbit hole of Googling labels, and motherhood, and being childfree.
Found out that there are two labels for people without children:
Childfree and Childless
Those who choose not to have children Those who can not have children
I was told by my teachers to
"Stay in “what do I have to say?”
Men have not been asking that question as artists throughout the centuries.
Can I take up space?"
I’ve just been thinking, what do I have to say to the world?
I mean, I’m not queer. I’m a queer ally and I care a lot about queer rights, but it’s not my place to talk about queer issues, but rather show up and support.
I’m not, currently, an immigrant. I’ve lived around the world so I’ve been an immigrant in several countries, and I’m married to an immigrant. I’d say probably about half of my social circle in Iceland is not originally from Iceland and I could have a massive rant about how Icelanders could be more welcoming to people from other countries that decide to make Iceland their home. And I don’t understand how long everything takes at Útlendingastofnun. Did you know that for the application to get Icelandic citizenship there is currently about 2 years of processing time? 2 years of waiting for someone to wield a stamp. And that’s after people have stayed in the country for 7 years, have learnt Icelandic, are paying taxes and contributing to society.
Someone is definitely going to complain, for example, that this show is in English instead of Icelandic and therefore “not for Icelanders”, even though they can perfectly understand English, and there are thousands of locals that simply don’t speak or understand Icelandic perfectly. But then again, I’m born and raised here, so I can’t really share my immigrant story. What I can do is perform the show in English, so it’s accessible to most Icelanders, immigrants and tourists.
I’m not disabled or dealing with any mental illnesses.
I’m a white, middle class, Icelandic woman with all the privileges that come with that. I have travelled extensively, speak a few languages, am working on my Master’s degree and have tried working in several different sectors. Education in Iceland is even so affordable that every now and then I sign up for some courses at University just to learn something fun. I’ve recently done a course about Italian films and French literature, as well as a year of tourism and another year of Japanese when I was in my early twenties and figuring out what I want from life.
I even entered the housing market early and managed to pay off my small apartment, despite spending a big chunk of my life being a student and mostly just having a part-time job.
But when it comes to telling a story, which story can I tell? How much space am I allowed to take up?
And then I’ll be judged. Favourably by some, not so favourably by others.
I feel like I’m in the way.
I am what civilization is trying to produce. Healthy, happy, privileged, have options, a career. We take those things for granted
The state of Iceland that has reached the peak of creating basic bitches like me, is not guaranteed to be the same in 20 years time.
Take space. Have the conversation. Don’t let society tell you how to behave.