Fúsi, aldur og fyrri störf
(last edited: 2026)
author(s): Agnar Jón Egilsson
connected to: Iceland University of the Arts
This exposition is in progress and its share status is: visible to all.
HEIMILDALEIKSÝNINGIN:
FÚSI, ALDUR OG FYRRI STÖRF.
UM VERKIÐ:
Fúsi, aldur og fyrri störf er heimildaleiksýning um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Verkið var frumsýnt 17. nóvember á Litla sviði Borgarleikhússins og var sýnt frá haustinu 2023 til vorsins 2025. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Verkið fór í leikferð til Leikfélags Akureyrar og var sýnt á 80 ára afmæli Leikfélags Sólheima á Sólheimum í Grímsnesi.
Fúsi er húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari, söngvari og lífskúnstner sem minnir okkur á að lífið er alltaf þess virði að lifa því þó að stundum sverfi að. Hindranirnar í lífi Fúsa hafa eflt hann og hvatt hann til að lifa lífinu til hins ítrasta með fötlun sinni og njóta hvers einasta dags. Stundum er lífsreynsla þó þess eðlis að aldrei verður fyllilega hægt að komast yfir hana, sama hversu jákvæður og sterkur einstaklingur er.
Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón Egilsson frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann á meðan covid faraldrinum stóð. Tilurð sýningarinnar er því samband frændanna Fúsa og Agga og samverustundir þeirra.
Í samstarfi við sviðslistaframleiðandann Monochorme og MurMur Productions
LEIKARAR:
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Agnar Jón Egilsson, Vala Kristín Eyríksdóttir, Þórunn Arna Krjistjánsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Egill Andrason.
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Höfundar: Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson
Leikmynd og búningar: Svanhvít Thea Árnadóttir
Aðstoðarleikstjóri: Ástbjörg Rut Jónsdóttir
Tónlistarmaður. Egill Andrason
Aðstoð við söng: Gísli Magna
Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson fyrir MUR MUR Production.
Tilnenefningar og verðlaun: Sýningin fékk Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar árið 2024. Múrbrjóturinn er veittur þeim sem þykja hafa skarað framúr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í átt til jafnréttis. Í rökstuðningi kom fram að verkið hlyti m.a. viðurkenninguna á forsendum þess að í Fúsi, aldur og fyrri störf sé skrifað og leikið af leikara með þroskahömlun og að það sé í fyrsta skipti sem slíkt gerist í atvinnuleikhúsi á Íslandi.
Fúsi, aldur og fyrri störf fékk einnig hvatringarverðlaun ÖBÍ árið 2024. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Fúsi, aldur og fyrri störf hlaut tvö Grímuverðlaun árið 2024, leikstjóra ársins og Sprotann (hvatnigarverðlaun Grímunnar). En sýninginn fékk samtals fjórar tilnefningar til Grímunnar 2024, fyrrnefndar tvær ásamt Sýningu ársins og Leikara ársins í aukahlutverki (Agnar Jón).